- +

Jólaís með Toblerone og piparkökum

Hráefni
500 ml rjómi frá Gott í matinn
4 stk. egg
1 msk. vanilludropar
hnífsoddur salt
8 msk. flórsykur
150 g Toblerone súkkulaði
100 g piparkökur
jarðarber til skrauts (má sleppa)

Mars íssósa
4 stk. Mars súkkulaðistykki
50 g rjómasúkkulaði
200 ml rjómi frá Gott í matinn

Aðferð:

- Eggin og flórsykurinn er þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós.
- Saltinu og vanilludropum bætt við og hrært.
- Tobleroneið og piparkökurnar saxað í litla bita.
- Rjóminn er þeyttur sér og svo er öllu blandað saman varlega með sleif.

Blandan sett í form og inn í frysti, best er að útbúa ísinn kvöldið áður.

Ísinn er einstaklega ljúffengt að skreyta með jarðarberjum, Toblerone og Mars íssósu.

 

Sósa - aðferð:
- Allt sett í pott og brætt saman við vægan hita án þess að sjóða.

Höfundur: Gígja S. Guðjóns