- +

Romm rúsínu ís

Innihald
6 stk egg
6 msk sykur
7 dl rjómi
3 tsk vanilludropar
170 g púðursykur
200 g romm rúsínur frá H-berg (þær eru hjúpaðar með hvítu súkkulaði)

Aðferð:

1. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman þangað til blandan verður ljós og létt.
2. Blandið púðursykrinum varlega saman við.
3. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við ásamt romm rúsínunum (ég skar þær til helminga).
4. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim saman við ásamt vanilludropunum.
5. Setjið í box eða kökuform ef þið viljið gera ístertu og frystið í rúmlega 5 klst.  

Gott er að bera ísinn fram með þeyttum rjóma.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir