- +

Jólaís með sérríi, súkkulaði og makkarónukökum

Jólaís:
4 stk egg
2 stk eggjarauður
5 msk sykur
5 dl rjómi
1 poki makkarónukökur
200 g dökkt súkkulaði
1 dl sérrí

Heit súkkulaðisósa:
150 g suðusúkkulaði
2 dl rjómi
2 msk síróp
½ tsk instant kaffiduft

Aðferð:

1. Þeytið rjómann og setjið til hliðar.
2. Þeytið egg, eggjarauður og sykur mjög vel saman þar til ljóst og létt.
3. Myljið makkarónukökurnar og hellið sérríi yfir þær.
4. Saxið súkkulaðið.
5. Hrærið þeyttum rjómanum varlega saman við eggjablönduna og bætið svo makkarónunum og súkkulaðinu saman við og hrærið varlega saman.
6. Hellið í fallegt form og frystið.
7. Berið fram með heitri súkkulaðisósu og skreytið með berjum.

Einnig er gott að bera þeyttan rjóma fram með ísnum.

 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir