- +

Frostpinnar með grískri jógúrt og ferskum ávöxtum

Innihald
350 g grísk jógúrt, Gott í matinn frá MS
100 ml matreiðslurjómi, Gott í matinn frá MS
1 msk hunang (1-2 msk)

Um 300 g ávextir í bitum eða í mauki að eigin vali s.s. jarðarber, bláber, kiwi, vatnsmelóna, ferskjur, apríkósur og kirsuber.
 

Aðferð:
Blandið saman í könnu grískri jógúrt, matreiðslurjóma og hunangi. Raðið ávaxtabitum- og mauki og hellið jógúrt og rjóma sitt á hvað í íspinnaboxinn.

Frystið pinnanna í 3 klukkustundir.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir