- +

Ber með mascarpone-kremi

Hráefni
ber og ávextir að eigin vali
2½ dl mascarpone-ostur við stofuhita
2 msk hunang
½ tsk vanilludropar
4 msk þeyttur rjómi
brætt súkkulaði

Aðferð:

Skerið ávexti og ber í skálar. Hrærið mascarpone með hunangi og vanilludropum, þar til úr verður létt og kekkjalaus blanda. Bætið þeytta rjómanum varlega saman við og blandið vel.

Dreypið súkkulaði yfir ávextina í skálunum, setjið mascarpone-kremið yfir og berið fram. Skreytið að vild.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir