- +

Bananasplit sjeik

Innihald:
200 g KEA bananasplit skyr
200 g vanilluís
1 stk banani
100 g jarðarber (frosin eða fersk)
½ dl MS súkkulaðimjólk
súkkulaðisíróp

Toppur:
¼ l rjómi
kirsuber
skrautsykur (sprinkles)

Aðferð:

Öllu blandað saman í blandara eða matvinnsluvél þar til allt hefur blandast vel saman.

Sprautið súkkulaðisírópi ofan í glasið, byrjið efst og látið það leka niður.

Hellið sjeiknum í glasið.

Þeytið rjóma og setjið ofan á ásamt kirsuberi, skrautsykri og súkkulaðisírópi.

Þessi uppskrift dugar fyrir tvo.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir