- +

Piparmyntu súkkulaði ostamús

Innihald
16 stk Oreo kexkökur (má sleppa)
225 g rjómaostur
100 g dökkt suðusúkkulaði, bráðið
2 msk kakó
3 tsk piparmyntudropar
230 ml rjómi

Toppur
¼ l rjómi
After eight piparmyntusúkkulaði

Aðferð

Setjið Oreo kexkökur í matvinnsluvél og hakkið gróflega. Setjið 1–2 msk af Oreo kexi í hvert glas fyrir sig. Setjið rjómaostinn í hrærivél og  hrærið þar til hann er orðinn mjúkur og sléttur, rúmar 5 mínútur. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna, kælið súkkulaðið örlítið áður en þið setjið það saman við rjómaostinn. Blandið súkkulaðinu saman við ásamt kakói og piparmyntudropum og hrærið vel. Þeytið rjóma og blandið honum saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Setjið ostamúsina í sprautupoka og sprautið henni fallega í hvert glas fyrir sig. Þeytið restina af rjómanum og sprautið honum fallega ofan á ostamúsina ásamt 1 stk After eight piparmyntusúkkulaði. Geymið ostamúsina í  kæli þar til hún er borin fram. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir