- +

Bökuð epli með rjómaosti og karamellusúkkulaði

Bökuð epli
5 stk epli
1 msk kanil
1 poki 175 gr Dumle snacks
200 gr rjómaostur
1 dl karamellusúrmjólk
1 eggjarauða
1 heilt egg
120 gr flórsykur
1 msk maisenamjöl

 

Aðferð:
Skerið eplin í teninga og stráið kanil yfir. Skerið súkkulaðibitana í tvennt og dreifið yfir eplin.
Þeytið eggjarauður, flórsykur og maisenamjöl. Bætið útí rjómaosti og súrmjólk og hrærið vel saman.
Hellið yfir eplin og bakið við 170°C í sirka 25-30 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson