- +

Súkkulaðiskonsur með rjómaosti og Nutella

Innihald:
5½ dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
1 msk. sykur
½ dl olía
1 dl mjólk
1½ dl hrein jógúrt eða jógúrt með karamellu og hnetubragði
100 g dökkt súkkulaði

Meðlæti:
Rjómaostur
Nutella

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar í 12 stk. 

1. Hrærið þurrefnum saman í skál. Pískið saman olíu, mjólk og jógúrt og hellið út í ásamt súkkulaðinu. Hrærið saman en ekki of mikið eða of lengi.

2. Setjið deigið á borðplötu. Fletjið út í u.þ.b. 2 cm þykkt deig. Skerið deigið út með glasi sem er u.þ.b. 6 cm í þvermál þar til þið hafið 12 skonsur.

3. Leggið skonsurnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið í 12-15 mínútur við 225°. Berið fram með rjómaosti og Nutella.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir