- +

Grilluð pizzasamloka

Innihald:
2 sneiðar af grófu brauði
2 msk. pizzasósa
4 stk. pepperoni
2 sneiðar af osti eða rifinn ostur frá Gott í matinn
2 litlar kúlur af mozzarellaosti
Salt
Pipar
2 msk. smjör (2-3 msk.)
Rucola salat

Aðferð:

Setjið pizzasósu á hvora brauðsneið fyrir sig. Setjið ostsneiðar ofan á ásamt pepperoni. Skerið mozzarellakúlurnar niður í sneiðar og raðið ofan á pepperoniið, kryddið með salti og pipar og lokið samlokunni. Hér er auðvitað smekksatriði hvað hver og einn vill hafa mikinn ost, ég segi bara því meira því betra. Setjið smjör á pönnu og hitið yfir meðalháum hita, setjið samlokuna á pönnuna og steikið á hvorri hlið fyrir sig þar til osturinn hefur bráðnað. Gott er að þrýsta örlítið ofan á samlokuna á meðan hún er að eldast. Berið fram með rucola salati.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir