Menu
Focaccia með mozzarella, tómötum og balsamik gljáa

Focaccia með mozzarella, tómötum og balsamik gljáa

Léttur og auðveldur forréttur eða partýsnarl - fyrir 8

Innihald

1 skammtar
focaccia brauð eða annað gott brauð, t.d. súrdeigs
stórar kúlur af mozzarella osti, skornar í sneiðar eða 8-10 litlar kúlur
hvítlauksrif, skorið í tvennt
eldrauðir tómatar, skornir í sneiðar
væn lúka ferskt basil
balsamikedik
sykur
ólífuolía
salt og pipar

Skref1

  • Byrjið á balsamikgljáanum.
  • Setjið edik og sykur í pott, hleypið suðunni upp, lækkið hitann og leyfið að malla þar til edikið hefur þykknað, í um 10 mínútur. Slökkvið þá undir.

Skref2

  • Hitið ofn í 220 gráður.

Skref3

  • Skerið brauðið í tvennt eftir endilöngu þannig að þið endið með tvær stórar og flatar sneiðar. Penslið brauðið með dálítilli ólífuolíu og stingið brauðinu inn í ofn í 5 mínútur.
  • Takið út, nuddið með skornu hvítlauksrifinu og raðið ostinum ofan á, kryddið með salti og pipar.
  • Setjið aftur inn í ofn í um 8-10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og aðeins farinn að taka lit. Getið sett grillið á undir lokin.
  • Takið úr ofninum og raðið tómatsneiðunum yfir.
  • Stráið basillaufunum yfir og hellið að lokum balsamikgljáanum yfir.
  • Skerið í mjóar sneiðar og berið fram volgt.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir