- +

Flatbrauð með kókos

Innihald:
3½ dl hveiti
1 msk. kókosmjöl
½ tsk. sjávarsalt
1¼ dl sjóðandi vatn
⅔ dl ólífuolía eða matarolía

Aðferð:

Hér er á ferðinni uppskrift að ljúffengu flatbrauði þar sem kókosmjöli leikur stórt hlutverk. Þetta kókosflatbrauð passar einstaklega vel með fiskréttum og indverskum mat.

1. Setjið fyrstu þrjú hráefnin í skál og blandið saman. Búið til holu í miðjunni og hellið olíu og vatni ofan í. Hrærið saman og hnoðið. Bætið við hveiti ef þurfa þykir, þar til þið fáið mjúkt og óklístrað deig.

2. Skiptið deiginu í fjóra hluta. Fletjið hvern hluta út í 20 cm kökur. Þurrsteikið á pönnu, u.þ.b. 1 mínútu hvora hlið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir