- +

Vanilluskyrsþeytingur með jarðarberjum, engifer og grænmeti

Innihald
400 g vanilluskyr
2 dl sódavatn
safi úr 1 sítrónu
1 stk lárpera, skorin í bita
2 handfylli spínat
1 stk sellerístöngull, skorinn í bita
1 stk græn epli, kjarnhreinsað og skorið í bita
2 dl jarðarber, fersk eða frosin
2 cm bútur engifer, afhýddur og skorinn í bita
nokkrir ísmolar

Aðferð:

Setjið skyr, sódavatn og sítrónusafa fyrst í blandara. Bætið síðan öðrum hráefnum saman við og maukið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir