- +

Berjaboozt með grískri jógúrt og chia fræjum

Innihald:
3 msk. grísk jógúrt frá Gott í matinn
6 stk. stór frosin jarðarber
1 bolli fersk bláber
1 bolli goji safi
1 msk. chia fræ
1 stk. pera, sem búið er að flysja
2 msk. þunnt hunang

Aðferð:

Einstaklega einföld og góð boozt uppskrift.

Allt hráefnið er sett í blandara, það hrært saman og hellt í tvö glös.

Höfundur: Tinna Alavis