Menu
Beyglur með silkimjúkum rjómaosti

Beyglur með silkimjúkum rjómaosti

Hér höfum við bestu og einföldustu beyglur í heimi - þær eru próteinríkar, ótrúlega mjúkar og einstaklega góðar! Beyglurnar eru gerðar úr þremur innihaldsefnum: hreinu Ísey skyri, hveiti og lyftidufti og rjómaosturinn er klassíska Kotasælan, sem við þekkjum öll, en hér er hún maukuð og krydduð svo hún verður silkimjúk og bragðgóð. Við mælum alveg með tvöfaldri uppskrift - beyglurnar klárast nefnilega hratt!

Innihald

4 skammtar

Beyglur

hreint Ísey skyr
hveiti
lyftiduft
eggjahvíta eða egg til penslunar
beyglukrydd eða sesamfræ og smá sjávarsalt

Kotasælublanda

kotasæla
salt
pipar
hvítlaukskrydd eða einn hvítlauksgeiri

Beyglur

  • Hrærið innihaldsefnunum þremur saman í höndum eða hrærivél, ef deigið er mjög klístrað er gott að bæta örlitlu hveiti við.
  • Skiptið deiginu í fjóra parta og myndið beyglur, það er gott að hafa gatið í miðjunni 3-4 cm því það minnkar mikið við bökun.
  • Setjið beyglurnar á bökunarpappír svo þær festist ekki við bökunarplötuna og penslið með eggjahvítu eða eggi.
  • Til að fylgja macros skráningu eru notuð 15 g af eggjahvítu á fjórar beyglur.
  • Kryddið og bakið við 175°C í um 25 mín. í blástursofni.
  • Gott er að láta beyglurnar standa á borði í um 5 mínútur áður en þær eru skornar.
Beyglur

Kotasælublanda

  • Á meðan beyglurnar eru að bakast eru 500 g af kotasælu sett í matvinnsluvél ásamt salti, pipar og hvítlauksdufti eða hvítlauksgeira.
  • Blandið þar til kotasælan verður silkimjúk og þá erum við komin með fitulítinn og próteinríkan "rjómaost".
  • Það er líka gott að nota kotasælublönduna á hrökkbrauð, sem ídýfu fyrir niðurskorið grænmeti eða hvað sem er.
  • Uppskriftin er stór en það er sniðugt að nota dósina af kotasælunni til að geyma afganginn í og nota næstu daga. Blandan geymist eins og kotasæla, dagsetningin er á dósinni.
Kotasælublanda

Næringargildi

  • Næring í 100 g af beyglu: Kolvetni: 34,3 g - Prótein: 12,9 g - Fita: 0,6 g - Trefjar: 1,3 g
  • Næring 100 g af kotasælublöndunni: Kolvetni: 3,6 g - Prótein: 12,8 g - Fita: 4,4 g - Trefjar: 0,2 g
  • Þessa skráningu má finna í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga / Besta beyglan og Helga Magga / Kotasælublandan
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga