Tinna Alavis
Páskamarengs
12. apríl 2017

Páskamarengs

PÁSKAMARENGS

 

Ég bakaði þessa marengstertu í gær til þess að gæða sér á yfir páskana. Það er svo einfalt að búa til margens & aðeins þrjú hráefni sem þarf fyrir botnana. Stundum hef ég gert karamellusósu til þess að hella yfir en núna ákvað ég að breyta til & setja súkkulaði páskaegg.

 

 

 

Hérna er allt sem þarf fyrir botnana:

 

6 stk eggjahvítur

400 g púðursykur

1 tsk lyftiduft

 

Aðferð:

 

Hitið ofninn í 150°C (blástur) & setjið smjörpappír á tvær kringlóttar bökunarplötur. Stífþeytið eggjahvítur þar til þær verða eins & á myndinni hér að neðan. Tekur sirka 5 mínútur.

 

 

Bætið púðursykrinum saman við hægt & rólega. Ein msk í einu & þeytið á milli. Í lokin er lyftiduftið sett saman við & hrært örlítið meira.

 

 

Setjið marengsinn á bökunarplöturnar & gerið tvo jafnstóra hringi.

 

 

Bakið marengsinn í 1 klst & látið kólna alveg áður en þeyttur rjómi er settur á milli & ofan á.

 

 

Hér er það sem ég notaði á milli botnanna & ofan á. Rjómi, Mini eggs frá Cadbury & 70% súkkulaði.

 

 

Hérna er uppskrift að Karamellusósu fyrir þá sem vilja hella henni yfir:

 

100 g sykur, 100 g smjör, 1 dl rjómi. Setjið allt í lítinn pott & sjóðið saman í u.þ.b. 5 mínútur á miðlungs hita. Hrærið stöðugt í allan tímann á meðan karamellusósan þykknar.

 

 

Ég vona að þetta smakkist vel & gleðilega páska:)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!