Tinna Alavis
Fylltar paprikur
03. júní 2016

Fylltar paprikur

Ég geri stundum fylltar paprikur en þær eru alltaf klassískar & það eru óteljandi valmöguleikar þegar kemur að fyllingum í þær.
Í þetta skiptið setti ég nautahakk, hýðishrísgjón & Mozzarella ost, ásamt hvítlauk.

?

Hér er allt sem þarf:

Nautahakk
Hýðishrísgrjón
Paprikur
Kartöflur
2 laukar
4 hvítlauksrif (smátt söxuð)
Mozzarella ostur
2 bollar vatn
1 dl rjómi
Salt + pipar

Aðferð:

Takið fram stóra skál og setjið hakkið, hýðishrísgrjónin og Mozzarella ostinn saman, ásamt hvílauknum og kryddum. Ég notaði salt, pipar og paprikukrydd. Hnoðið þetta vel saman og skerið lokið af paprikunum og fyllið þær að innan með hakkblöndunni. Steikið þær á hvolfi í potti upp úr íslensku smjöri og lauk og búið til hakkbollur úr restinni á meðan paprikurnar eru að brúnast. Setjið paprikurnar til hliðar á meðan þið steikið bollurnar og bætið þeim aftur út í þegar bollurnar eru farnar að taka á sig fallegan lit.

Næst er kartöflunum bætt út í í pottinn, ásamt lokunum af paprikunum og vatninu.

Látið þetta malla þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Mér finnst gott að setja rjómann út í rétt í lokin.

Ég vona að þetta smakkist vel :)

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!