Thelma Þorbergsdóttir
Púðursykurmarengs með rjóma og karamellu
09. nóvember 2018

Púðursykurmarengs með rjóma og karamellu

Púðursykursmarengs með rjóma og karamellu

Það er stundum sagt að því einfaldara sem það er, því betra. Þessir marengsbotnar eru einstaklega einfaldir þar sem þú þarft aðeins egg og púðursykur. Hægt er að setja hvað sem er á botnana, en alltaf er nauðsynlegt að hafa rjóma og mikið af honum. Einstaklega bragðgóð og fljótleg marengs með rjóma og púðursykurskaramellu sem bráðnar í munni.

Marengs

Innihald

3 eggjahvítur

200 g púðursykur

Aðferð

Þeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn þangað til blandan er orðin stíf og þétt. Setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur, skiptið marengsinum til helminga á hvora plötu fyrir sig og myndið jafnstóra hringi. Gott er að strika eftir t.d hringlaga bökunarformi svo að botnarnir verði báðir jafn stórir. Bakið við 150 gráðu hita í rúmlega 50 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu. Kælið botnana alveg áður en þið setjið á þá.

Púðursykurskaramella

Innihald

200 g púðursykur

1 dl rjómi frá Gott í matinn

60 g smjör

Salt

1 tsk. vanilla

 

Aðferð

Setjið smjör í pott og bræðið. Bætið púðursykri saman við ásamt rjómanum, salti og vanilludropum og hrærið þar til sykurinn hefur náð að bráðna alveg. Leyfið karamellunni að sjóða og hrærið stanslaust í rúmar 3 mínútur, eða þar til karamellan hefur náð að þykkna. Ef ykkur finnst karamellan of þykk er gott að bæta örlitlu magni af rjóma saman við. Setjið pottinn til hliðar og leyfið karamellunni að kólna. Karamellan er einstaklega góð með allskyns kökum, marengs, súkkulaðiköku, ofan á smákökur og sandköku til dæmis.

Marengskaka:

Setjið botn á kökudisk, þreytið rjóma og passið að hann sé alls ekki of þeyttur, setjið hinn botninn ofan á og karamellu yfir alla kökuna eða eins mikið og þið viljið. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Gott er að setja á botnana daginn áður, en þar sem púðursykursmarengsbotnar eru svo léttir í sér er allt í góðu að gera það að morgni til þann daginn sem hún er borin fram.

 

Njótið

Thelma

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!