Menu
Pizzavasar með spínati og osti

Pizzavasar með spínati og osti


Innihald

15 skammtar
Pizzadeig
Ólífuolía
Rif af hvítlauk
Laukur
Furuhnetur
Spínat, ferskt
Salt og pipar
Dala fetaostur í kryddolíu
Rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
Eggjarauða

Skref1

  • Setjið smjörpappír á bökunarplötu og stillið ofninn í 180 gráður.

Skref2

  • Fletjið út pizzadeigið og skerið í jafnstóra ferninga.

Skref3

  • Setjið ólífuolíu á pönnu ásamt hvítlauk, lauk, furuhnetum og spínati.
  • Steikið við meðalháann hita og hrærið þar til spínatið er orðið vel steikt.
  • Setjið örlítið salt og pipar.

Skref4

  • Blandið mozzarellaosti og fetaosti saman í skál.

Skref5

  • Setjið spínatblönduna á hvern pizzaferning fyrir sig ásamt osti.
  • Lokið hverjum ferningi fyrir sig þannig að það myndist þríhyrningur. P
  • ressið endana saman með gaffli.
  • Mikilvægt er að loka hverjum þríhyrningi vel svo að osturninn leki ekki út inni í ofninum.

Skref6

  • Hrærið eggjarauðu í skál og penslið hvern þríhyrning fyrir sig, stráið örlitlu saltin ofan á.

Skref7

  • Bakið í 10-15 mínútur eða þar til þríhyrningarnir eru orðnir gullbrúnir að lit.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir