Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Saltkaramellukaka með bláberjum
23. ágúst 2018

Saltkaramellukaka með bláberjum

Að fara út að tína bláber er dásamleg iðja en haustið er einmitt tíminn til þess. Það er hægt að nota bláberin á marga vegu. Sumir gera bláberjasultu meðan aðrir búa sér til gómsætan boozt. Mér finnst tilvalið að nota berin í baksturinn en þau bragðast einstaklega vel með súkkulaðiköku og rjóma. Þessi saltkaramellukaka kemur einstaklega vel út með bláberjunum. Það kemur vel út að hella saltkaramellusósu yfir kökuna, skreyta með bláberjunum og bera fram með þeyttum rjóma. 

Uppskrift:

70 g hveiti

3 msk. kakó

¾ tsk. lyftiduft

200 g smjör

100 g 70 % súkkulaði

150 g súkkulaði með saltkaramellu

200 g sykur (70 g notuð saman við eggjahvíturnar)

4 stk. eggjarauður

4 stk. eggjahvítur

1 tsk. vanilludropar

80 g bláber

 

Saltkaramellusósa

100 g smjör

100 g púðursykur

1 dl rjómi frá Gott í matinn

1 tsk. vanilludropar

100 g súkkulaði með saltkaramellu

 

Aðferð:

Hveiti, kakó og lyftiduft er blandað saman í skál. Skálin er sett til hliðar. 

Smjör og súkkulaði hitað í potti  yfir vatnsbaði. Potturinn tekinn af hitanum og 170 g af sykrinum blandað saman við. Eggjarauðunum  er síðan hrært saman við ásamt vanilludropunum. 

Eggjahvíturnar eru þeyttar og restin af sykrinum (70 g) er blandað saman við og hrært vel saman. 

Eggjahvítuhræran er blönduð saman við súkkulaðiblönduna smám saman.

Deigið er sett í um 26 cm smelluform. Passa að hafa bökunarpappír undir. 

Bláberjunum er sáldrað yfir deigið. Gott að velta bláberjunum upp úr smá hveiti til að varna því að berin sökkvi á botninn. 

Kakan er bökuð við 170°C hita, blástur í um 25 mínútur.

Meðan kakan er að bakast er saltkaramellusósan búin til.

Smjör, púðursykur, rjómi og vanilludropar eru hitaðir í potti þar til allt hefur bráðnað saman. Þá er súkkulaðinu blandað saman við og sósan hrærð vel þar til hún er tilbúin. 

Saltkaramellusósunni er hellt yfir kökuna og hún síðan skreytt með bláberjum. 

Þeyttur rjómi hentar vel með kökunni.   

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!