Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Ævintýraheimur kræsinganna er stór og þeir sem þangað fara vita hvað það er töfrandi að gleyma sér yfir fallega skreyttum kökum og öðru góðgæti. Ég heiti Hjördís Dögg Grímarsdóttir og er kennari, kökubloggari og móðir tveggja drengja. Ég hef mikla ástríðu fyrir öllu því sem við kemur hvers kyns veisluhöldum og elska þegar ég fæ tækifæri til að njóta mín í eldhúsinu. Skemmtilegast finnst mér að deila áhuga mínum og leyfa öðrum að njóta. Ég held úti heimasíðunni mömmur.is en þar má finna fjölbreytt úrval veitinga fyrir hin ýmsu tilefni. Hér á Gott í matinn mun ég deila með ykkur nýjum og skemmtilegum uppskriftum fyrir veisluna. Njótið!

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!