Halla Bára og Gunnar
Mexíkósk lagbaka
30. apríl 2019

Mexíkósk lagbaka

MEXÍKÓSKA LAGBAKAN HENNAR LEU

Lea, eldri dóttir okkar, á heiðurinn af þessum rétti. Henni finnst mexíkóskur matur mjög góður og hún setti saman réttinn eftir eigin hugmyndum. Ekta matur til að leyfa fjölskyldumeðlimum og öllum aldri að spreyta sig á.

600 g gott nautahakk

Olía til steikingar

1 laukur, smátt saxaður

1 rauð paprika, smátt söxuð

1 gul paprika, smátt söxuð

1 bréf af mexíkóskri kryddblöndu út á nautahakk

3 dl maísbaunir

3 dl nýrnabaunir

125 g rjómaostur frá Gott í matinn

3 dl rjómi frá Gott í matinn

2 pokar af soðnum hrísgrjónum

1 poki gratínostur frá Gott í matinn

 

1.  Hitið ofn í 180 gráður. Mýkið lauk og papriku í smá olíu á pönnu. Tekur um 10 mínútur. Bætið nautahakki saman við á pönnuna og látið brúnast. Kryddið. Setjið baunir saman við og hrærið.

2. Hrærið rjómaost saman við nautahakksblönduna á pönnunni. Þynnið með rjóma.

3. Verið búin að sjóða 2 poka af hrísgrjónum og láta renna vel af þeim.

4. Takið fram gott form, með háum brúnum sem má fara í ofn. Setjið lag af hrísgrjónum í botninn. Þá lag af nautahakksblöndunni og smá rifinn ost yfir. Endurtakið að vild og á meðan að af hráefninu er nóg. Ljúkið með lagi af rifnum osti. Stingið í heitan ofn og bakið í 30 mínútur. Berið fram með flögum, guacamole eða hverju sem þið viljið.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!