Gígja S. Guðjóns
Rjómapestó pasta með kjúkling
10. október 2014

Rjómapestó pasta með kjúkling

 

Ég hef gert þennan pastarétt nokkrum sinnum og hann slær alltaf í gegn. Mjög fljótlegur og hrikalega góður! Ég er algjör sökker fyrir pestó, bæði grænu og rauðu og nota það óspart í rétti. Það er hægt að nota hvaða pasta sem er en mér finnst lang best að hafa tagletelle pasta. Hráefnin fást öll í Bónus.

Innihald:

Tagleatelle Pasta (Notið  eins mikið pasta og þið eruð mörg í mat)

1 dós Sýrður Rjómi (Ég nota 18%)

1 krukka grænt pestó

Kjúklingabringur (Miða við u.þ.b. hálfa bringu á mann, þarf ekki meira þar sem pastað er matarmikið)

Mozzarella ostur

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Pastað er soðið í potti

2. Á meðan er kjúklingurinn eldaður í gegn (Ég nota mínútugrill en það er hægt að setja hann á pönnu líka)

3. Sýrði rjóminn og pestóið sett saman í skál og hrært saman – Heil dós af hvoru ætti að duga í pasta fyrir 4-5 manns. Þið svoldið vegið og metið hversu mikla sósu þið viljið hafa.

4. Mozarella osturinn skorin í bita

5. Þegar allt er tilbúið er þetta sett saman í skál – sósan á pastað og kjúklingnum og ostinum blandað saman við.

 

Þetta þarf náttúrúlega ekkert að lúkka svona vel, beint eftir myndatökuna þá skar ég kjúklinginn í litla bita og ostinn líka og blandaði þessu öllu saman ;) ..   

 

 

 

 

 

Volla..

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!