Gígja S. Guðjóns
Lúxus fylltar sætar kartöflur
10. mars 2015

Lúxus fylltar sætar kartöflur

Þessi réttur er einn af uppáhalds réttunum mínum. Hann var einn af mest skoðuðu færslunum á blogginu mínu í fyrra en bloggið var frekar ófagmannlegt og myndirnar lélegar svo ég ákvað að mynda réttinn aftur og betrumbæta hann aðeins fyrir ykkur. 

Lúkkar vel ekki satt?


Eldunartími: Rúmlega klukkutími

 

Innihald fyrir 2:

Ein stór kjúklingabringa

Ein stór sæt kartafla

Hálf dós nýrnabaunir

Hálfur rauðlaukur

Ein lítil kókosmjólk

Fetaostur að vild

U.þ.b. tíu döðlur

Rifinn ostur

Cayenne pipar / krydd eftir smekk

 

Aðferð:
Kartaflan er skorin í miðju, pensluð með olíu og sett inn í ofn á 200 í klukkutíma eða þar til hún er orðin alveg mjúk í gegn.

 

Þegar kartöflurnar hafa verið inní í um 40 mínútur er fínt að byrja að útbúa fyllinguna.
Döðlurnar, laukurinn og nýrnabaunirnar eru skornar í litla bita.
Kjúklingurinn er einnig skorinn í mjög litla bita og steiktur á pönnu upp úr olíu og kryddi.
Þegar kjúklingurinn er orðinn eldaður í gegn er kókosmjólkinni, fetaostinum, döðlunum, lauknum og nýrnabaunum bætt út í og látið malla í 5-10 mínútur.

Allt að gerast ...

 

Þegar kartaflan er tilbúin er skafið innan úr henni, ég notaði ísskeið. Það þarf að passa að skilja smá kartöflu eftir í köntunum svo það sé auðveldara að fylla hana.
Það sem tekið er úr kartöflunni er blandað saman við fyllinguna á pönnunni og skóflað upp í bátinn.

 

Ostinum er stráð ofan á og kartöflurnar settar inn í ofn í 10 mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðnaður.

Voila!

Nammi namm!

Ásgeir var yfir sig spenntur að byrja að borða. Og eins og þið vitið er kominn mars sem þýðir bara eitt… Mottan er mætt! Ekki uppáhaldsmánuðurinn minn en ég læt mig hafa það þar sem þetta er að sjálfsögðu gert fyrir  gott málefni :) 

www.mottumars.is

 

Njótið vel ! 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!