Erna Sverrisdóttir
Páska pavlova með karamellusósu
22. mars 2018

Páska pavlova með karamellusósu

Páskapavlovukrans með karamellusósu

Hér er hún komin páskatertan mín. Tíu lítil gul hreiður sem saman mynda krans. Hátíðlegt, skemmtilegt og afar bragðgott. Ég notaði ananas hér en það mætti alveg eins nota mangóbita. Kremið er létt og ferskt enda er rjóma og sýrðum rjóma þeytt saman. Kallast skemmtilega á við ananasinn og sætu karamellusósuna.

4 eggjahvítur

2 ½ dl sykur

1 tsk. edik

1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn

3 ½ dl rjómi frá Gott í matinn

4 dl ananas eða 300 g, skorinn í litla bita

2 Digestive kexkökur

4 msk. gróft kókosmjöl

 

Karamellusósa:

2 pokar (2 x 120 g) Dumble karamellur

Smá sjávarsalt

1 dl rjómi frá Gott í matinn

 

Stillið ofninn á 150°.

Stífþeytið eggjahvíturnar og setjið sykurinn út í smátt og smátt. Mér finnst best að setja góða matskeið og bíða í um mínútu og bæta þá næstu við og halda þannig áfram þar til allur sykurinn er uppurinn. Þá er gott hræra áfram í 5 mínútur. Setja svo edik saman við og hræra áfram í 2 mínútur.

Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. Búið til með blýanti hring sem er 20 cm í þvermál. Setjið marensinn á hringinn. Gott er að nota sleif og gera 10 marensslettur fastar saman. Gerið síðan smá dæld ofan í hverja. Setjið inn í ofninn og lækkið hitann í 120°. Bakið í 1 ½ tíma. Látið kransinn kólna inn í ofninum.

Þeytið saman í hrærivél sýrðum rjóma og rjóma þar til þykkt og slétt. Setjið á kransinn.

Myljið kexkökurnar og blandið kókosmjöli saman við. Sáldrið því utan um hvern hring og setjið ananasbita inn í.

Brærðið saman Dumble karamellur, smá salt og 1 dl af rjóma. Dreifið smá yfir kransinn og berið restina fram með kransinum.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!