Berglind Hreiðarsdóttir
Léttur jógúrtís
05. janúar 2018

Léttur jógúrtís

Botn

120 g döðlur

90 g brasilíuhnetur

½ tsk. salt

1 tsk. vanilludropar

2 msk. bökunarkakó

2 msk. kókosmjöl

3 tsk. vatn

 

Allt sett saman í matvinnsluvél og unnið þar til þéttur massi.

Setjið um eina matskeið í hvert pappaform og þrýstið yfir allan botninn.

 

Jógúrtís

2 dósir létt vanillujógúrt

1 ½ dl þeyttur rjómi

1 banani

10 fersk jarðarber og meira til skrauts

Maukið saman banana og jarðarber í blandara.

Vefjið jógúrti saman við þeyttan rjómann.

Hellið ávaxtamaukinu saman við jógúrtblönduna og vefjið þar til vel blandað.

Skiptið niður í pappaformin með því að hella yfir hrákökubotninn.

Skerið niður jarðaber og setjið á toppinn sé þess óskað, ekki nauðsynlegt.

Frystið í nokkrar klukkustundir (yfir nótt) og losið þá úr formunum.

Gott að geyma í boxi í frystinum og ná sér í einn og einn ís þegar gera á vel við sig.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!