Berglind Hreiðarsdóttir
Brie samloka með beikoni
25. júlí 2018

Brie samloka með beikoni

Miðað er við fjórar samlokur úr neðangreindum hráefnum:

 

Dala Brie ostur

Gróft súrdeigsbrauð

Beikonpakki

Klettasalat

Tvö lítil avókadó

Gróft salt

Trufflusinnep eða pestó

 

Steikið beikonið í ofni þar til stökkt og leggið til hliðar.

Ristið brauðsneiðarnar í samlokugrilli.

Raðið samlokunni saman: Fyrst trufflusinnep eða pestó (það má líka sleppa því að hafa nokkra sósu) síðan klettasalat, avókadó, Dalabrie, beikon.

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!