Menu
Valhnetufluff

Valhnetufluff

Gott að bera fram með góðu súrdeigsbrauði, ferskum apríkósum og döðlum. 

Fleiri möguleikar:

Gott að hafa með grillmat, sérstaklega lax eða bleikju.

Prófið að bæta hunang eða hlynsíróp saman við og berið fram með bökuðum eplum.

Myljið gráðost úti blönduna og setjið á bakaðar kartöflur.

Setjið smá chilli eða cayenne saman við og berið fram með ofnbökuðu rótargrænmeti.

Innihald

4 skammtar
valhnetur
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
stífþeyttur rjómi frá Gott í matinn
ferskur sítrónusafi
salt og pipar eftir smekk

Skref1

  • Byrjið á að taka 25 g af valhnetum í skál og hellið yfir 50 ml af sjóðandi vatni.
  • Látið standa í 5 mínutur eða þar til valhneturnar eru orðnar mjúkar.

Skref2

Skref3

  • Maukið með töfrasprota þar til silkimjúkt.

Skref4

  • Myljið afgang af valhnetum og skellið í skál ásamt rjómaosti og hnetumaukinu, kreistið ferskan sítrónusafa úti og hrærið saman.

Skref5

  • Bætið stífþeytta rjómanum varlega saman við ásamt salti og pipar eftir smekk.
  • Blandan er frekar laus og létt í sér en það er gott að kæla blönduna í nokkrar klukkustundir og taka svo út korter fyrir notkun.

Höfundur: Eirný Sigurðardóttir