Menu
Sætar tortillur með rjómaosti og Nutella

Sætar tortillur með rjómaosti og Nutella

Sætur og fljótlegur réttur sem gleður alla.

Innihald

6 skammtar
tortillakökur
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
Nutella eftir smekk
litlir bananar, skornir í sneiðar
Litlir sykurpúðar eftir smekk eða stórir, skornir í litla bita
hvítt súkkulaði, fínt saxað

Skref1

  • Smyrjið hverja tortilluköku með rjómaosti og Nutella.

Skref2

  • Leggið bananasneiðar og nokkra sykurpúða yfir helming hverrar köku.
  • Sáldrið smá súkkulaði þar yfir.
  • Brjótið kökuna saman.

Skref3

  • Grillið þar til fyllingin bráðnar.
  • Skerið og berið fram.
  • Einnig gott að hafa þeyttan rjóma sem meðlæti.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir