Hamborgarar
- Blandið fyrstu fjóru hráefnunum saman. Saltið og piprið.
- Myndið með höndunum 8 kúlur. Fletjið þær aðeins út og setjið 1 mozzarellabita í miðjuna á 4 kúlum. Leggið hinar 4 sneiðarnar yfir og lokið vandlega fyrir með því að þrýsta samskeytum saman.
- Vefjið beikonsneiðunum utan um hamborgarana.
Jarðarberjachutney
- Setjið jarðarberin í skál og hakkið gróflega með gaffli.
- Bætið hinum hráefnunum saman við og hrærið varlega.
Jógúrtsósa
- Hrærið fyrstu sex hráefnin saman.
- Smakkið til með salti og pipar.
Sætkartöfluflögur
- Stillið ofninn á blástur og hitið í 210°.
- Setjið kartöfluflögurnar á tvær bökunarplötur klæddar bökunarpappír.
- Hellið ólívuolíu yfir og sáldrið salti ofan á.
- Bakið í 20 mínútur.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir