Menu

Kjúklingaborgari með Havarti og kóríander majó

Hér er hamborgari, um hamborgara, frá hamborgara, til ... mín. Þessi er algjört lostæti og dugar fyrir fjóra.

Innihald

4 skammtar
úrbeinuð kjúklingalæri
límónur
handfylli ferskt kóríander
majones
sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
græn papríka
rauðlaukar
Óðals Havarti
Hamborgarabrauð, t.d. brioche
Sjávarsalt, nýmalaður svartur pipar og ólífuolía

Skref1

  • Byrjið á að marinera kjúklinginn. Setjið kjúklingalærin í skál og rífið börkinn af einni límónu yfir og kreistið safann einnig yfir.
  • Takið kóríander og skerið neðri helminginn af stilkunum mjög smátt og setjið í skálina. Geymið dálítið af kóríander laufblöðum fyrir sósuna.
  • Setjið 2 msk. af ólífuolíu yfir ásamt vel af salti og nýmöluðum pipar og leyfið þessu að standa á meðan þið undirbúið restina af réttinum.
  • Hrærið saman majónes, sýrðum rjóma, berki af límónu, safa úr hálfri límónu, smátt söxuðum kóríander. Smakkið til með salti og pipar og setjið til hliðar.

Skref2

  • Hitið pönnu á háum hita. Skerið rauðlauk og papriku í þunnar sneiðar og steikið uppúr dálítilli olíu, kryddið með salti og pipar. Takið af hitanum þegar kominn er fallegur litur á grænmetið.
  • Grillið kjúklingalærin þar til elduð í gegn, setjið þá tvær vænar sneiðar af Havarti á hvert læri, piprið og lokið grillinu þar til osturinn bráðnar og hitið brauðin á meðan.
  • Setjið kjúklinginn á brauðin, tvö læri á hvern borgara. Toppið kjúklinginn með steiktu grænmeti og kóríander majonesi. Berið fram með ofnbökuðum kartöflubátum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir