Menu
Kanilsnúðar - macros

Kanilsnúðar - macros

Þessir kanilsnúðar eru bæði einfaldir og fljótlegir, sniðugir til að grípa með sér í nesti eða hafa með kaffinu. Það er mjög skemmtilegt að baka þá með börnum því það er enginn biðtími og þeir þurfa ekki að hefast. Það þarf bara að hræra deiginu saman, rúlla út í snúða og skella beint í ofninn. 

Innihald

1 skammtar

Snúðar

hveiti
Ísey skyr hreint
lyftiduft
salt
eggjahvíta til penslunar
sykur (eða gervisæta)
kanill

Vanillukrem

Ísey skyr með vanillubragði
léttmjólk frá MS

Kanilsnúðar

 • Setjið hveiti, skyr, lyftiduft og salt saman í skál og hnoðið saman, mér finnst þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum.
 • Fletjið deigið út í ferhyrning.
 • Penslið deigið með eggjahvítu, stráið kanilsykrinum yfir og rúllið deiginu upp.
 • Skerið niður í 14-16 snúða og raðið á bökunarpappír með hæfilegu bili á milli snúða.
 • Bakið við 180° í 15-18 mín. með blæstri.
Kanilsnúðar

Vanillukrem

 • Vanillukremið er skemmtileg tilbreyting við venjulegt krem sem stundum er sett á kanilsnúða. Snúðarnir eru góðir bæði með kremi og án þess. Ég mæli samt með því að setja kremið bara á þá snúða sem á að borða hverju sinni og geyma kremið í ísskáp ef ætlunin er að geyma þá yfir nótt.
 • Vanillukremið er gert með því að blanda saman Ísey vanilluskyri og mjólk. Það er hægt að setja vanillustevíu, -duft eða dropa út í það ef fólk vill fá meiri sætu.
Vanillukrem

Næringargildi

 • Það er gott að hafa í huga að þessi uppskrift er gerð með það í huga að bæta próteini í næringuna, deigið á það til að vera klístrað og blautt, bætið þá aðeins meira hveiti við.
 • Næring í 100 g af snúðum: Kolvetni: 38,1 g - Prótein: 11,4 g - Fita: 0,5 g - Trefjar: 1,5 g
 • Næring í 100 g af vanillukremi: Kolvetni: 4,1 g - Prótein: 8,7 g - Fita: 0,5 g - Trefjar: 0 g
 • Þessa skráningu má finna í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga, kanilsnúðar / vanillukrem.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga