Menu
Gúrku snittur með laxahræru

Gúrku snittur með laxahræru

Er veisla framundan? Það er gaman að bjóða upp á léttar, fallegar og bragðgóðar veitingar þegar boðið er í hátíðlega veislu eða í matarboð. Fingramatur hentar vel ef veislan er ,,standandi“  og gestir þurfa að halda á t.d. bæði glasi og diski.

Innihald

20 skammtar
gúrkur (15-30 gúrkusneiðar)
reyktur lax
majónes
sýrður rjómi frá Gott í matinn
wasabikrem
smátt rifinn limebörkur
limesafi
Saltflögur
Svartur grófur pipar
Svört sesamfræ
Wasabihnetur til hliðar

Skref1

  • Skerið laxin í litla bita og blandið honum saman við majónes, sýrðum rjóma og wasabikrem.
  • Skolið limeið og rífið börkinn af því smátt.
  • Blandið berkinum saman við laxahræruna og smakkið til með örlítið af limesafa, salti og svörtum pipar.

Skref2

  • Skerið gúrkurnar í bita og búið til litla holu í hverjum bita með t.d. teskeið.
  • Setjið eina skeið af laxahrærunni í hverja holu.
  • Skreytið með svörtum sesamfræjum.
  • Það væri mjög smart að hafa skál með wasabihnetum til hliðar.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal