Menu
Fylltar kjúklingabringur með spínati og fetaosti

Fylltar kjúklingabringur með spínati og fetaosti

Þessi uppskrift er fyrir fjóra.

Sætar kartöflur með rósmarín og fetaosti henta sérstaklega vel sem meðlæti. Uppskrift má finna hér.

Innihald

1 skammtar
kjúklingabringur
spínat (ferskt eða frosið)
fetakubbur frá Gott í matinn
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
hvítlauksgeiri
salt
pipar
tómatar í sneiðum (má sleppa)

Skref1

  • Setjið spínat á heita pönnu ásamt vel söxuðum hvítlauk og steikið í smástund.
  • Setjið spínatið á eldhúspappír og þerrið örlítið.
  • Blandið spínatið við feta- og rjómaostinn og blandið vel.
  • Bætið við kryddinu og hrærið svo blandast vel saman.

Skref2

  • Skerið í bringurnar rauf og setjið fyllinguna í ásamt tómatsneiðunum. Piprið og saltið eftir smekk .
  • Bakið við 190°C í 40-45 mínútur.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir