Menu

Creme brulee skyrkaka

Uppskrift fyrir stórt eldfast mót.

Innihald

1 skammtar

Botn:

karamelluhafrakex, t.d. Digestives
smjör, brætt

Fylling:

rjómaostur frá Gott í matinn
flórsykur
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
Ísey skyr Crème brûlée

Skreyting:

rjómakúlur
rjómi frá Gott í matinn
kexmulningur

Skref1

  • Kexið er mulið í matvinnsluvél, brætt smjör sett saman við og blandan síðan sett í botn á eldföstu móti. Gott að hafa smá brún.

Skref2

  • Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar.

Skref3

  • Rjómaostur, flórsykur og vanilludropar er þeytt saman.

Skref4

  • Rjómanum blandað varlega saman við rjómaostablönduna ásamt skyrinu.

Skref5

  • Rjómakúlur eru bræddar yfir vatnsbaði ásamt rjómanum. Leyft að kólna örlítið.

Skref6

  • Helmingi skyrblöndunnar er hellt yfir botninn. Gott að miða við að fyllingin fari ekki yfir brúnina á kexbotninum.

Skref7

  • Að lokum er rjómakúlubræðingurinn settur með hníf í sprautupoka. Það eru myndaðar rákir með rjómakúlubræðingnum í hliðum pokans.

Skref8

  • Skyrfyllingin er sett í pokann og rósir sprautaðar með 1 M sprautustút. Það er gott ráð að leyfa skyrfyllingunni að bíða í smá tíma í kæli áður en hún er sett í sprautupokann. Þannig er auðveldara að mynda rósir.

Skref9

  • Kex er mulið yfir kökuna.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir