Menu
Brauð með Óðals Havarti, hleyptu eggi og avocado

Brauð með Óðals Havarti, hleyptu eggi og avocado

Innihald

1 skammtar
Súrdeigsbrauð
Óðals Havarti í sneiðum
Avocado í sneiðum
Klettasalat
Mulið beikon
Hleypt egg
Salt og pipar

Skref1

  • Steikið beikon þar til stökkt og leggið á pappír til að ná fitunni úr, myljið niður og leggið til hliðar.

Skref2

  • Skerið avókadó í sneiðar og takið til klettasalat.

Skref3

  • Útbúið hleypt egg og leggið til hliðar á pappír.

Skref4

  • Steikið brauðsneið upp úr smjöri og raðið álegginu síðan á hana í eftirfarandi röð: Ostur, klettasalat, avókadó, hleypt egg, mulið beikon, salt og pipar.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir