- +

Tartalettur með rækjum, blaðlauk, karrí og grískri jógúrt

Innihald
Salt og nýmalaður svartur pipar
350 g grísk jógúrt
3 stk egg
200 g rifinn mozzarella ostur
100 g kotasæla
2 tsk karrí
50 g blaðlaukur
300 g rækjur

Aðferð:
Þíðið rækjurnar. Hrærið saman grískri jógúrt, eggjum, kotasælu og mozzarella. Kryddið með karrí, salti og pipar. Bætið í blaðlauknum og rækjunum. Setjið í tartalettur og bakið við 180°C í 10-15 mínútur.

Einnig hægt að laga heitan ofnrétt með þessari fyllingu.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson