- +

Súkkulaðimús með jarðarberjaskyri

Innihald
200 g suðusúkkulaði
150 g jarðarberjaskyr
1 stk eggjarauða
2½ dl rjómi

Aðferð:
Þeytið rjómann, bræðið súkkulaði í skál yfir vatnsbaði, eða bræðið í örbylgju og látið standa aðeins svo ekki verði of heitt fyrir eggjarauðurnar sem er bætt í næst. Bætið þar næst í jarðarberjaskyrinu og að lokum þeyttum rjómanum. Setjið í sprautupoka og kælið. Hægt að laga daginn áður. Sprautið toppa í ½ vatnsdeigsbollur og skreytið með hindberi eða jarðarberi. Einnig hægt að sprauta í glös eða í súkkulaðibolla.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson