- +

Snittur með rjómaosti, bláberjum og apríkósumarmelaði

Innihald:
1 rúgbrauð
150 g rjómaostur frá Gott í matinn
2 dl bláber, frosin eða fersk
Aprikósumarmelaði
Þurrkuð bláber
Saltflögur
Tímian

Aðferð:

Notið lítið kringlótt mót og skerið út lítil brauð úr rúgbrauðinu. Hægt er að frysta brauðin þar til á að nota þau. Úr einni rúgbrauðssneið fást tvær kringlóttar litlar snittur.

 

Hrærið rjómaosti saman við bláber í fallegt blátt krem. Kryddið með örlitlu af saltflögum. Setjið teskeið af bláberjarjómaosti á hverja brauðsneið. Látið örlítið af aprískósumarmelaði ofan á og stráið nokkrum þurrkuðum bláberum yfir ásamt örlitlu tímian.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal