- +

Snittur með rauðu rjómaostakremi og mozzarella

Innihald:
Heimalagaðir, hægeldaðir tómatar eða mjúkir sólþurrkaðir tómatar í krukku.
Heimalagaðar grillaðar paprikur, grillaðar paprikur í krukku eða paprikumauk.
Mjúkur rjómaostur frá Gott í matinn (um 1 dl á móti 2 dl grænmetismauki)
Snittubrauð
Mozzarellakúlur
Basilíka, rifin eða smátt skorin


Aðferð:

Maukið grænmetið gróflega. Hrærið mjúkan rjómaost saman við og blandið vel. Smakkið til með salti og pipar, jafnvel smá chillípipar.

Grillið brauðsneiðar örlítið í ofni. Gott að smyrja sneiðarnar með hvítlauk og dreypa góðri ólífuolíu yfir þær.

Smyrjið sneiðarnar með kreminu, ekki spara það.

Rífið mozzarellakúlurnar niður og setjið nokkra bita á sneiðarnar.

Setjið basilíku yfir hverja snittu og stráið pipar yfir að lokum.

Berið fram.

Höfundur: Halla Bára og Gunnar