- +

Snittur með piparosti, rjómaosti og grænum baunum

Innihald:
1 snittubrauð
1 piparostur
1 askja rjómaostur frá Gott í matinn
1 dl grænar baunir (gott að nota frosnar)
2 msk. piparrót
Steinselja
Valhnetur

Aðferð:

Stillið ofnhita á 180 °C.

 

Skerið baguette í þunnar sneiðar á ská. Ristið sneiðarnar í heitum ofni og snúið þeim við svo báðar hliðar taki lit. Látið sneiðarnar kólna áður en áleggið er sett á. Gott er að rista sneiðarnar með góðum fyrirvara. Eitt baguette er hægt að skera í um 30 sneiðar.

 

Skerið piparostinn í þunnar sneiðar. Blandið um 150 g af rjómaosti saman við 1 dl af grænum baunum sem búið er hita aðeins. Kremjið vel saman. Bragðbætið með piparrót eftir smekk. Setjið sneið af piparosti á hverja brauðsneið og eina skeið af baunarjómaostinum yfir. Skreytið með steinselju og valhnetum.

 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal