- +

Snittur með Óðals Jarli, túnfisksmjöri, mjúkum lauk og sítrónu

Innihald:
Óðals Jarl í þykkum sneiðum
150 g mjúkt smjör
1 dós túnfiskur í olíu
3 msk. capers
Pipar
1 laukur, fínt skorinn í hálfhringi
Litlar og þunnar sítrónusneiðar

Aðferð:

Maukið saman allt hráefnið þar til það fær á sig fallega áferð. Smakkið til og saltið og piprið eftir smekk. Geymið.

Skerið laukinn og mýkið hann á pönnu við lágan hita í góðri ólífuolíu.

Saltið örlítið til að varna því að hann brenni. Kælið.

Skerið sítrónu í þunnar sneiðar og hverja sneið í míní kökusneiðar.

Setjið þykka sneið af Jarli á hverja brauðsneið.

Grillið brauðsneiðar örlítið í ofni svo osturinn bráðni.

Gott er að smyrja sneiðarnar með hvítlauk og dreypa góðri ólífuolíu yfir þær á eftir. Kælið.

Smyrjið brauðið með túnfisksmjörinu yfir ostinn, ekki spara það.

Setjið lauk á hverja sneið yfir túnfisksmjörið, sítrónubita með og piprið yfir.

Berið fram.

Höfundur: Halla Bára og Gunnar