- +

Snittur með laxi, smurosti og rauðum hrognum

Innihald:
1 rúgbrauð
200 g reyktur lax
250 g smurostur með papriku
100 g rjómaostur frá Gott í matinn
1 krukka rauð hrogn
180 g sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn (1 dós)
Steinselja

Aðferð:

Notið lítið kringlótt mót og skerið út lítil brauð úr rúgbrauðinu. Hægt er að frysta brauðin þar til á að nota þau. Úr einni rúgbrauðssneið fást tvær kringlóttar litlar snittur. 

 

Skerið laxinn í sneiðar. Leggið sneiðarnar ofan á plastfilmu og látið sneiðarnar ná yfir hver aðra þannig að þær myndi eina lengju. Smyrjið lengjuna með paprikusmurostinn. Rúllið lengjuna þétt og varlega saman. Pakkið henni vel inn í plastfilmuna. Setjið lengjuna í frystinn. Þegar á að skreyta brauðin er laxalengjan tekin beint úr frystinum og skorin í mátulega bita. Smyrjið hverja brauðsneið með örlitlum rjómaosti. Setjið laxabita á hverja sneið. Ein lítil skeið af sýrðum rjóma er sett á hvern laxabita og svo er skreytt með rauðum hrognum og steinselju. 

 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal