- +

Snittur með gráðaosti, perum og balsamikgljáa

Hráefni
1 stk. baguette
1 stk. stór pera, skorin í þunnar sneiðar
gráðaostur eftir smekk
1 dl púðursykur
1 dl balsamikedik

Aðferð:

Stillið ofninn á 200°C. Sjóðið balsamikedik og púðursykur saman þar til það verður sírópskennt. Hér er líka hægt að stytta sér leið og nota balsamiksíróp. Skerið baguette brauðið í sneiðar. Penslið helminginn af sneiðunum með smá ólífuolíu og grillið þær aðeins. Setjið því næsta perusneið ofan á allar sneiðarnar, þær grilluðu og ógrilluðu, og u.þ.b. ½ tsk af gráðaosti, en magnið fer auðvitað eftir smekk. Ógrillaða brauðið fer síðan inn í ofn þar til osturinn er vel bráðinn.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir