- +

Rúllutertubrauð með sætu mangó, osti og rækjum

Innihald:
1 stk rúllutertubrauð
200 g sweet mango chutney

Fylling
200 g gratínostur
300 g rækjusmurostur
250 g Gullostur
250 g þiðnar rækjur
1 dl sæt cilisósa
2 tsk karríduft
1 stk egg

Til að smyrja með
200 g grísk jógúrt
1 tsk karrí

Aðferð:
Skerið gullostinn í bita og hrærið allt saman. Rúllið út brauðinu og smyrjið með sweet mango chutney. Setjið fyllinguna i brauðið og rúllið upp. Smyrjið með grískri jógúrt og karrí. Bakið við 170°C í 35-40 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson