- +

Rjómaostarúllur með beikoni og döðlum

Innihald:
100 g beikon, fínsaxað
250 g rjómaostur frá Gott í matinn
125 g fetakubbur frá Gott í matinn
2 msk. saxaður graslaukur
2½ dl saxaðar mjúkar döðlur
4 tortillakökur

Aðferð:

Steikið beikonið stökkt. Leggið til hliðar.

Stappið fetaostinn og hrærið saman við rjómaostinn. Blandið graslauk, döðlum og beikoni saman við.

Smyrjið hverja tortillaköku með maukinu. Rúllið upp og pakkið í heimilisplast. Kælið í minnst klukkutíma eða gerið kvöldið áður. Gott er að taka úr kæli a.m.k. 30 mínútum áður en rúllurnar eru skornar í sneiðar og bornar fram.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir