- +

Rækjur með gúrkum, papriku og graslauk með chilliskyrsósu

Salat innihald
360 gr þiðnar rækjur
100 gr kjarnhreinsuð gúrka í teningum
½ stk rauð paprika í teningum
½ stk gul paprika í teningum
2 msk saxaður graslaukur

Chilliskyrsósa innihald
salt og nýmalaður svartur pipar
200 g hreint skyr
100 g grísk jógúrt
100 g sweet chilli sósa
15 g hunang

Aðferð:

 

Salat aðferð:
Blandið saman rækjum, gúrkum, papriku og graslauk. Setjið í glös og setjið chilliskyrsósuna yfir. Þessi réttur hentar vel sem hlaðborðsréttur.
 
Chilliskyrsósa aðferð:
Hrærið öllu vel saman og bragðbætið með salti og pipar.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson