- +

Múmíu pylsur

Innihald:
Pylsur
Deig, t.d. pizzadeig.
Smjör eða olía til að pensla deigið
Sósur eftir smekk

Aðferð:

Skerið pylsurnar. Einn skurður um hana miðja fyrir fæturna og svo tveir skurðir sitthvoru megin fyrir hendurnar.

Fletjið deigið aðeins út og skerið í mjóar ræmur með pizzaskera og vefjið deiginu utan um pylsurnar.

Penslið með olíu eða smjöri.

Setjið pylsurnar inn í 180 gráðu heitan ofn í um 15 mínútur eða þar til að þið sjáið að deigið er orðið aðeins brúnleitt og pylsurnar heitar í gegn.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir