Menu
Míní hamborgarar

Míní hamborgarar

Heimalagaðir míní-hamborgarar eru girnilegir á vel framsettum matarbökkum og laða marga að. Þessir eru bornir fram með Óðals cheddar-osti, stökku beikoni, ediklöguðum rauðlauk og kaldri bearnaise-sósu. 

Innihald

15 skammtar

Hamborgarar

vandað nautahakk
steinselja, söxuð
estragon/tarragon, smátt saxað
brauðmylsna
rifinn parmesanostur eða Óðals Tindur
dijon hunangssinnep
egg
sjávarsalt og svartur pipar
Óðals cheddar ostur, skorinn í sneiðar
stökksteikt beikon, smátt saxað

Rauðlaukur í ediki - meðlæti

rauðlaukur, sneiddur örþunnt
hvítvíns- eða rauðvínsedik
sykur
salt

Hamborgarabrauð

hveiti
heilhveiti
þurrger
sykur
salt
volgt vatn
brætt smjör
eggjarauða

Hamborgarar, aðferð

  • Hrærið allt hráefnið saman.
  • Mótið litla hamborgara og geymið í ísskáp í a.m.k. klukkustund áður en þeir eru steiktir.
  • Þetta má gera daginn áður og sömuleiðis má steikja þá daginn áður og geyma í kæli.
  • Áður er borgaranir eru bornir fram skal setja á þá þykka sneið af Óðals cheddarosti og strá smátt söxuðu og stökku beikoni yfir. Á þann hátt er gott að geyma þá og stinga þeim svo beint inn í heitan ofn sem er á grilli áður en þeir eru bornir fram.

Rauðlaukur, aðferð

  • Hrærið allt hráefnið saman og látið standa í a.m.k. klukkustund áður en laukurinn er settur á hamborgarann. Laukinn má gera daginn áður.
  • Fyrir þá sem svo kjósa má gera heimalagaða sósu á hamborgarana. Hins vegar er mælt með því að kaupa vandaða kalda bearnaise-sósu sem má fá víða ef um mannmarga veislu er að ræða.

Hamborgarabrauð, aðferð

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Hrærið þurrefnin saman í skál.
  • Búið til gat í miðjuna og hellið vatni og smjöri þar ofan í.
  • Blandið saman með sleif til að byrja með og hnoðið svo í höndunum.
  • Athugið að þetta deig er frekar blautt og þarf ekki að hnoða það mikið. Látið hefast í klukkustund.
  • Að hefingu lokinni skal móta penar bollur sem verða notaðar sem hamborgarabrauð. Hér þarf að hafa hveiti við höndina til að deigið klístrist ekki allt við mann, hveitistrá hendurnar aðeins fyrir hverja bollu, en það er þess virði því þær verða mjög mjúkar eftir bakstur.
  • Penslið brauðin með eggjarauðu og látið þau hefast í um 30 mínútur áður en þau eru bökuð.
  • Bakið í um 15-20 mínútur, fer eftir stærð brauðanna, eða þar til þau eru gullin en mjúk viðkomu. Gætið að því að baka þau ekki of lengi.
  • Hamborgarabrauðin borgar sig að gera daginn fyrir veislu, þau geymast mjög vel í lokuðum plastpoka.

Samsetning

  • Skerið brauð í tvennt.
  • Smyrjið sósu á báða hluta, ekki spara hana því brauðin drekka svolítið í sig.
  • Leggið heitan borgara á neðri hlutann, sem er með osti og beikoni, og setjið lauk þar ofan á.
  • Lokið með efra brauðinu.
  • Gott er að stinga tannstöngli eða pinna í gegnum borgarann og raða á bakka.
  • Það er þægilegra fyrir gesti að þeir detti ekki í sundur þegar þeir sækja sér á disk.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson