- +

Litlar samlokur í veisluna

Innihald:
2 stk. rúllutertubrauð - skorin í tvennt
Kál
Skinka
Hunangsskinka
Smurostur skinkumyrja
Smurostur með beikoni
Mæjónes
Pestó - rautt
Ostur
Sinnep

Aðferð:

Lag 1: Majónes smurt á fyrsta brauðlagið, kál, ostur og skinka er sett yfir og beikonsmurosti smurður neðan á næsta lag

Lag 2: Beikonsmurosti er smurt á efra lagið, ostur og sinnep sett yfir. Mæjónes er smurt undir næsta lag. 

Lag: 3: Pestó er sett yfir næsta lag, kál og hunangsskinka er sett yfir. Skinkumyrja er sett undir næsta lag. 

Lag: 4: Á efsta lagið er olía og krydd sett yfir. Einnig hægt að nota pestó til að smyrja yfir. 

 

Plastið sem fylgir rúllubrauðinu er sett yfir brauðið og það pressað með þungu fargi. 

Brauðið er síðan skorið í litla teninga. Kemur vel út að stinga tannstönglum í brauðteningana. 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir